140. löggjafarþing — 8. fundur,  13. okt. 2011.

fjáraukalög 2011.

97. mál
[11:36]
Horfa

Kristján Þór Júlíusson (S) (andsvar):

Forseti. Ég þakka svarið þó að vissulega vanti örlítið upp á það, sérstaklega sem lýtur að Byr. Ég hef fullan skilning á því að erfitt sé að nefna ákveðna tölu úr ræðustólnum en á þessu bili liggur fjárhæðin greinilega í tilviki Landsbankans.

Ég vil þá spyrja hæstv. ráðherra hvenær hann geri ráð fyrir að niðurstaða liggi fyrir því að í greinargerðinni með frumvarpinu er gert ráð fyrir að samningsniðurstöður liggi fyrir, eins og þar er orðað, í haust eða vetur.

Í annan stað vil ég inna hæstv. ráðherra eftir umræðunni og stöðu mála gagnvart frekari framlögum til Íbúðalánasjóðs.