140. löggjafarþing — 8. fundur,  13. okt. 2011.

fjáraukalög 2011.

97. mál
[12:49]
Horfa

Björn Valur Gíslason (Vg) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ísland er í 12. sæti yfir heildarskattbyrði einstaklinga í OECD-ríkjunum, það er nú skattpíningin sem er hér í gangi.

Fjáraukalagafrumvarpið er vitnisburður um hvernig gengur að reka ríkissjóð á yfirstandandi fjárlagaári. Það fjáraukalagafrumvarp sem við ræðum hér er vitnisburður um hvernig hefur gengið og það hefur gengið ágætlega að mínu mati, ekki fullkomlega eins og ég hefði viljað sjá það, en í heildina rétt.

Rökræða við þingmann, ég tala nú ekki um fjárlaganefndarmann, sem telur að frumjöfnuður á rekstri ríkisins sé ekki gott mælitæki á hvernig gengur, er tilgangslaus.