140. löggjafarþing — 9. fundur,  17. okt. 2011.

manngerðir jarðskjálftar á Hellisheiði.

[15:30]
Horfa

Margrét Tryggvadóttir (Hr):

Forseti. Ég þakka fyrir þetta svar eins langt og það nær og tek viljann fyrir verkið. Ég átta mig á því að þetta er flókið mál og kemur inn á fleiri staði. Hér beini ég samt aðallega sjónum mínum að íbúum í ákveðnu sveitarfélagi sem heitir Hveragerði. Hver er staða þeirra og réttur til að geta staðið kyrr án þess að jörðin hristist undir manni?