140. löggjafarþing — 14. fundur,  20. okt. 2011.

leiðréttingar á höfuðstól íbúðalána og minna vægi verðtryggingar.

16. mál
[14:39]
Horfa

Flm. (Margrét Tryggvadóttir) (Hr) (andsvar):

Frú forseti. Mig langar að þakka þingmanninum fyrir ræðuna sem ég hlustaði að sjálfsögðu á og veitti athygli.

Mig langaði að spyrja hann einnar spurningar. Þannig er að Ólafur Margeirsson, doktorsnemi í hagfræði, hefur skrifað á bloggsvæði sínu um raunverulegt dæmi sem ég hef fengið að skoða líka. Það er sem sagt um konu sem átti fyrir hrun nánast jafnmikið í séreignarsparnaði hjá lífeyrissjóði og hún skuldaði sama sjóði. Ef ég man þetta rétt, því miður er ég ekki með þessar tölur fyrir framan mig, voru þetta um 17 milljónir og hún var í raun á sléttu. Núna munar, ef ég man þetta rétt, um 9 milljónum á inneigninni og húsnæðisláninu. Mig langar að spyrja þingmanninn hvort honum finnist þetta eðlilegt?