140. löggjafarþing — 14. fundur,  20. okt. 2011.

leiðréttingar á höfuðstól íbúðalána og minna vægi verðtryggingar.

16. mál
[14:42]
Horfa

Flm. (Margrét Tryggvadóttir) (Hr) (andsvar):

Forseti. Við getum öll verið sammála um að þetta sé slæmt og í þessu tilfelli er það konan sjálf sem var fjármagnseigandi því að hún átti jafnmikið inni í sjóðnum og hún skuldaði. Nú skuldar hún 9 milljónum meira en hún á. Ég hef ekki enn fengið svar við þeirri spurningu hvort þingmanninum finnist þetta eðlilegt.