140. löggjafarþing — 14. fundur,  20. okt. 2011.

þingfararkaup alþingismanna og þingfararkostnaður.

28. mál
[16:32]
Horfa

Þráinn Bertelsson (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Það er verst að ekki skuli vera hægt að taka aftur þessa mínútu sem ég fékk aukalega síðast, en ég skal reyna að koma mér að efninu núna. Það vill þannig til að á nýju þingi þegar ný þingsköp hafa tekið við verð ég þess áskynja að ég hef fengið 15% launahækkun án þess að ég hafi beðið nokkurn lifandi mann um hana og án þess að ég hafi vitund meira að gera en ég hafði áður. Ástæðan fyrir þessari upphefð minni er að ég hef, að mér forspurðum, verið gerður að 1. varaformanni í efnahags- og viðskiptanefnd og 2. varaformanni í allsherjar- og menntamálanefnd. Það er náttúrlega alveg dásamlegt að fá meiri peninga, en mér blæðir í augum að sjá félaga mína sem ekki hafa hlotið slíka upphefð sem ég í þingsölum á strípuðum taxta vegna þess að ég lít svo á að við séum þingmenn allan daginn, jafnvel um helgar er ég að vinna, (Forseti hringir.) ég vinn eins og ég get í þessu starfi og neita því að það sé til meira álag en ég er undir.