140. löggjafarþing — 14. fundur,  20. okt. 2011.

þingfararkaup alþingismanna og þingfararkostnaður.

28. mál
[16:33]
Horfa

Flm. (Mörður Árnason) (Sf) (andsvar):

Forseti. Ég er hv. þingmanni og félaga mínum, Þráni Bertelssyni algjörlega sammála í þessu efni. Eitt af því sem kynni náttúrlega að verða til bjargar í þessu er að þeir menn hér á þinginu sem fá þetta álag, með eða gegn vilja sínum, setji það í sérstakan sjóð sem síðan sé notaður til þess að styrkja fátæka þingmenn til starfa á þinginu, þessa 14 sem ekki fá neitt og mynda algjöra undirstétt í þessum sal. (Gripið fram í: Hvaða þingmenn …?)