140. löggjafarþing — 15. fundur,  1. nóv. 2011.

áfengislög.

136. mál
[15:58]
Horfa

Gunnar Bragi Sveinsson (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég ætla ekki að endurtaka allt það sem ég sagði í ræðu minni og í fyrra andsvari við hv. þingmann. Ég held að allt hafi komið fram sem ég vildi koma á framfæri varðandi það hvernig ég sé þessar auglýsingar líta út, þ.e. ef við á annað borð leyfum auglýsingar þarf að gera það með takmörkunum, ég ítreka það.

Þar sem ég hef ekki náð að kynna mér málið ofan í kjölinn vil ég benda á að ýmsir hafa bent á að fara svokallaða sænska leið, ég vona að nefndin kynni sér hana. Ég hef ekki gert það en eftir því sem mér er sagt er það mjög áhugaverð leið fyrir Ísland.