140. löggjafarþing — 15. fundur,  1. nóv. 2011.

flutningur Landhelgisgæslunnar til Reykjanesbæjar.

19. mál
[16:56]
Horfa

Mörður Árnason (Sf) (andsvar):

Forseti. Ég ætla ekki að gerast svo djarfur að lýsa yfir að við séum að fallast í faðma, ég og hv. þm. Ragnheiður E. Árnadóttir. Það verður kannski nokkuð seint á okkar ferli sem við gerum það en við höfum nálgast mjög í umræðunni því að ég er reiðubúinn, eins og ég sagði áðan, að skoða málið til langframa út frá því að höfuðborgin sé höfuðborg, að miðstöð stjórnsýslunnar sé í höfuðborginni, en líka út frá því sem við töluðum um þegar betur gekk á Suðurnesjum, að hér væri hugsanlega að myndast eitt atvinnusvæði innan þríhyrningsins Keflavík–Selfoss–Akranes og við gætum farið að haga okkur sem einhvers konar heild innan þess. En ég er ekki reiðubúinn til að sitja þegjandi undir kjördæmainnrömmuðum tillögum eins og þessi hefur verið hingað til.