140. löggjafarþing — 15. fundur,  1. nóv. 2011.

flutningur Landhelgisgæslunnar til Reykjanesbæjar.

19. mál
[17:15]
Horfa

Mörður Árnason (Sf) (andsvar):

Forseti. Ég vek athygli á því að það var ekki ég sem vakti máls á þessu þó að ég hafi notað nokkur örnefni í ræðu minni bæði nú og fyrr heldur hv. þm. Árni Johnsen. Mér kemur það á óvart að hann kalli örnefnavenju í þessum fjórðungi, fornt málfar — ég vitnaði í séra Jón Thorarensen frá Kotvogi — að hann skuli kalla það tittlingaskít fer ekki saman við ýmsar aðrar meiningar sem hv. þingmaður hefur um margvísleg mál og koma fram í einum 23 þingmálum sem hann ætlar að flytja á eftir. Þetta er sérkennilegt en eftirtektarvert og verður skrifað og skráð í Alþingistíðindi og huga kjósenda hv. þm. Árna Johnsens.