140. löggjafarþing — 15. fundur,  1. nóv. 2011.

hafnalög.

66. mál
[17:53]
Horfa

Ragnheiður E. Árnadóttir (S):

Virðulegur forseti. Ég ætla ekki að lengja þessa umræðu eða bæta miklu við hana efnislega, en ég vildi þó taka þátt í henni til að lýsa eindregnum stuðningi mínum við þetta mál og ítreka og taka undir hvert orð hjá hv. 1. flutningsmanni málsins, hv. þm. Árna Johnsen, að þetta mál skiptir sköpum og þarf að klárast á þessu þingi. Það eru ekki mörg mál sem státa af jafnmörgum flutningsmönnum og þetta og lýsir það eindregnum vilja þingmanna á hinu háa Alþingi til að greiða úr þeim vanda sem þarna hefur skapast með það að leiðarljósi að láta Helguvíkurhöfn njóta jafnræðis við aðrar stórskipahafnir sem byggðar hafa verið hér í gegnum tíðina.

Þetta vildi ég sagt hafa og ég ætla að láta það duga en ítreka stuðning minn við þetta mál og tek undir orð hv. þm. Árna Johnsens.