140. löggjafarþing — 16. fundur,  2. nóv. 2011.

ljóðakennsla og skólasöngur.

75. mál
[16:13]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (Hr) (andsvar):

Forseti. Það væri mjög gagnlegt að fá kannski aðeins betri tilfinningu fyrir því hvað þingmaðurinn sér fyrir sér, hvernig hann sér fyrir sér að slíkur ljóðasöngur fari fram í skólunum. Ég veit að t.d. í skólanum sem yngri sonur minn hefur verið í er samsöngur einu sinni í viku og ég get ekki sagt að hann hlakki mikið til þeirra tíma, en oft höfðar ljóðakennsla og svona samsöngur meira til stúlkna. Leggur þingmaðurinn til einhverja nútímalegri leið til að koma ljóðum til ungmenna landsins, eins og t.d. You Tube-ljóð eða teiknimyndasöguljóð eða eitthvað slíkt?