140. löggjafarþing — 16. fundur,  2. nóv. 2011.

ljóðakennsla og skólasöngur.

75. mál
[16:14]
Horfa

Flm. (Árni Johnsen) (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Það eru til þúsund ráð og önnur þúsund ráð og áfram þúsund ráð um það hvernig menn hegða kennslu. Þar reynir á kennarann sjálfan, frumleika, djörfung og áhuga og það er mjög mismunandi eftir skólum, það þekkja allir. Það er mín skoðun í grófum dráttum að tryggja eigi almennan söng, ekki bara í hverjum bekk fyrir sig heldur líka samsöng í skólanum í heild að minnsta kosti einu sinni í viku. Það sem oft hefur verið kallað að syngja á sal. (Forseti hringir.) Þetta skiptir miklu máli. Og alveg sama með ljóðakennsluna, hana þarf að yrkja fast og ákveðið í skemmtilegum stundum og samkvæmt námskrá.