140. löggjafarþing — 16. fundur,  2. nóv. 2011.

ljóðakennsla og skólasöngur.

75. mál
[16:17]
Horfa

Flm. (Árni Johnsen) (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þm. Þór Saari fyrir undirtektirnar og tek undir allt sem hann hefur sagt.

Hv. þingmaður er auðvitað velkominn á þjóðhátíð Vestmannaeyja í þéttan alvörubrekkusöng. Það sem er sérstakt við hann er að þar syngja menn eins og englar. Svona til gamans, virðulegi forseti, var núverandi biskup Íslands, séra Karl Sigurbjörnsson, á þjóðhátíð fyrir nokkrum árum og tók þátt í brekkusöngnum. Hann kom eftir sönginn og sagði að það væri magnað að fylgjast með því hvernig hægt væri að hafa 100% stjórn á 100% kaos.

Söngurinn róar niður og fólki líður vel og það er nú kosturinn við hann og til þess er leikurinn gerður.