140. löggjafarþing — 16. fundur,  2. nóv. 2011.

ljóðakennsla og skólasöngur.

75. mál
[16:21]
Horfa

Flm. (Árni Johnsen) (S) (andsvar):

Ég þakka hv. þm. Björgvini G. Sigurðssyni fyrir undirtektir hans. Það er rétt að árétta, eins og kom fram í máli hv. þm. Þórs Saaris, að það er vandi að setja texta saman. Þegar maður víkur að því hvort fara eigi nútímaleiðir, t.d. í teiknimyndum eða öðru, er einfaldasta formið alltaf líklegast eins og hv. þingmenn hafa bent á.

Til dæmis í þeim stuttu vísum Halldórs Laxness um stríðið, sem eru í Sjálfstæðu fólki og fjalla um það þegar Bjartur frétti af Ástu Sóllilju fósturdóttur sinni í slagtogi með atómskáldum þá orti hann þennan texta sem fylgir öllum ævilangt sem læra hann:

Spurt hef ég tíu miljón manns

sé myrtir í gamni utanlands.

Þetta er fallegt ljóð. En það skiptir miklu máli að búa ljóði þann búning að það sé aðlaðandi og ég held að það sé engin fyrirstaða að fá æskufólk í skólum til að taka þátt í því. Það hef ég sjálfur reynt í mörgum skólum. Það er bara að ganga til leiks á einfaldan og fallegan hátt.