140. löggjafarþing — 16. fundur,  2. nóv. 2011.

heimspeki sem skyldufag í grunn- og framhaldsskóla.

185. mál
[16:54]
Horfa

Margrét Tryggvadóttir (Hr) (andsvar):

Forseti. Þetta var ágætt og gaman að heyra þetta sjónarmið. Ég styð þessa þingsályktunartillögu að mestu leyti. Mér finnst gert ráð fyrir of löngum tíma í námið og ég mundi frekar vilja dreifa því á fleiri skólastig, taka líka inn leikskólann og háskólann og hafa þetta hnitmiðaðra. Ég óttast að of mikið magn, sérstaklega í byrjun á meðan ekki er til mikið kennsluefni og kannski fáir kennarar sérhæfðir í kennslu á þessu sviði, leiði til þess að lopinn verði þæfður og þetta fag, sem ætti að geta verið það skemmtilegasta í heimi, verði leiðinlegt. Þá er betra heima setið en af stað farið.