140. löggjafarþing — 17. fundur,  3. nóv. 2011.

veiðigjald á makríl og síld.

[10:59]
Horfa

sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra (Jón Bjarnason) (Vg):

Frú forseti. Ég er alveg sammála hv. þingmanni í því að það er eðlilegt að sjávarútvegurinn, eins og reyndar aðrir atvinnuvegir, greiði eðlilegt og sanngjarnt gjald til þjóðarinnar. Reyndar hef ég líka lagt til að hluti veiðigjaldsins rynni til sjávarbyggðanna þar sem þetta er grundvallaratvinnugrein.

Varðandi skötuselinn og reyndar núna líka síldina endurnýjaði Alþingi í vor samþykkt sína um skötuselinn, reyndar bara til eins árs, um að það mætti leigja ákveðið magn af þessum fisktegundum til veiða og þá verði gjaldið greitt fyrir fram. Ég tel að það eigi að horfa til þessara þátta áfram, já, en minni hins vegar líka á að gert er ráð fyrir sérstakri nefnd sem eigi að fara yfir heildarsamræmingu og heildarskattþol sjávarútvegsins. Þá verður að horfa á þetta í heild, (Forseti hringir.) bæði hugsanlega leið og hugsanlegt veiðigjald og annað það sem innheimt er af sjávarútveginum.