140. löggjafarþing — 17. fundur,  3. nóv. 2011.

ráðstafanir í ríkisfjármálum.

195. mál
[11:39]
Horfa

Tryggvi Þór Herbertsson (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Helst mátti skilja á hæstv. fjármálaráðherra að þetta ætti að koma af hagnaði. En við vitum, bæði ég og hæstv. ráðherra, að af hagnaði er borgaður tekjuskattur. Við erum að tala um skatta sem ekki eru tengdir afkomu bankanna.

Hæstv. ráðherra til upplýsingar er áætlað að þessir skattar muni leiða til þess að vaxtamunur í bankakerfinu aukist í kringum 1% sem mun þýða í kringum 6 milljarða kr. aukinn vaxtakostnað fyrir ríkissjóð. Þessi skattur mun því leiða til þess að afkoma ríkissjóðs versnar um 1,5 milljarða kr. eða þar um bil.