140. löggjafarþing — 17. fundur,  3. nóv. 2011.

samanburðarrannsókn á túlkun reglna EES-samningsins.

94. mál
[18:03]
Horfa

Flm. (Árni Johnsen) (S) (andsvar):

Virðulegi forseta. Ég þakka hv. þm. Guðfríði Lilju Grétarsdóttur fyrir undirtektir. Ég er sammála þingmanninum í einu og öllu.

Það er ekkert því til fyrirstöðu að skoða alla þætti er lúta að EES-samningnum og það er meiningin með þessari tillögu að hún sé krufin inn að beini, að hún sé ryðhreinsuð ofan í kjöl, þannig að menn átti sig á því hvað er hvað og hvað er hvers og hvar menn standi þegar talað er um jafnræðisreglu, bæði í veraldlegum og andlegum hlutum. Það þarf að skoða til hlítar og ég vona að við náum því fram því að þessi úttekt verður að eiga sér stað. Hún gerir ekkert annað en að ala á stöðugri tortryggni, öfund og slúðri af því að hún er ekki í samræmi við það sem gerist á þessum vettvangi þjóða í milli.