140. löggjafarþing — 18. fundur,  8. nóv. 2011.

eftirlit með símhlerunum.

[13:59]
Horfa

innanríkisráðherra (Ögmundur Jónasson) (Vg):

Hæstv. forseti. Ég ítreka það sem ég sagði áðan að svo virðist sem eftirlitið hafi ekki verið sem skyldi á tímum þegar meira fé var til ráðstöfunar úr ríkissjóði og hagur ríkissaksóknara betri en nú er.

Ég hef hins vegar vakið athygli ríkissaksóknara á mikilvægi þess að hafa strangt eftirlit með þessum málum og ég tek undir með hv. þingmanni að svo þarf að sjálfsögðu að vera. Hann varpar fram hugmynd um umboðsmann þeirra sem sæta rannsóknum af þessu tagi. Mér finnst það koma vel til álita að skoða það, að sjálfsögðu.