140. löggjafarþing — 18. fundur,  8. nóv. 2011.

aðgerðir til að endurreisa íslenskt efnahagslíf.

142. mál
[15:48]
Horfa

Helgi Hjörvar (Sf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Þrátt fyrir ýmsa ágæta viðleitni inn á milli er heildarmyndin á þessum tillögum Sjálfstæðisflokksins nýtt efnahagshrun. Grundvöllurinn að efnahagslegri endurreisn Íslands sem nú nýtur alþjóðlegrar viðurkenningar er að hér tók stjórnarforustan erfiðar ákvarðanir í ríkisfjármálum um tekjuöflun og niðurskurð. Hér er lagt til að þær verði teknar til baka, það gerir Sjálfstæðisflokkurinn sem fór úr fjármálaráðuneytinu þannig að það tapaði 100 millj. kr. hverja klukkustund sem fjármálaráðuneytið var opið. Þessi tillöguflutningur sviptir Sjálfstæðisflokkinn öllum trúverðugleika. Á erfiðum tímum verður flokkurinn að geta sagt hvar þarf að leggja á skatta, en ekki bara skunda upp í ræðustólinn og þykjast geta gert allt fyrir alla. Það vita allir sem kæra sig um að (Forseti hringir.) vita að á því hefur Ísland engin efni.