140. löggjafarþing — 18. fundur,  8. nóv. 2011.

aðgerðir til að endurreisa íslenskt efnahagslíf.

142. mál
[16:50]
Horfa

Tryggvi Þór Herbertsson (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Hv. þingmaður segir að það þurfi ekki að fara á milli flokka til að finna menn sem eru fylgjandi fjárfestingu. En er það svo? Er það svo, hv. þingmaður? Við stöndum frammi fyrir verkefnum og höfum staðið frammi fyrir verkefnum þar sem nákvæmlega stjórnmálamenn standa í vegi fyrir. Erum við ekki með kínverskan fjárfesti sem vill fjárfesta hér á landi fyrir einhverja milljarða eða tugi milljarða og það var umræða hér í dag þar sem sagt var að þetta skipti nú ekki miklu máli? Vitum við ekki alveg nákvæmlega hvernig var farið með til dæmis stóriðjuuppbygginguna fyrir norðan, hvernig stjórnmálamenn stóðu í vegi fyrir henni? Vitum við ekki alveg hvernig var grafið undan Magma-fyrirtækinu í sambandi við orkuveituna úti á Suðurnesjum? Þetta er bara alls ekki rétt sem hv. þingmaður segir, að það vilji allir (Forseti hringir.) meiri fjárfestingar. Það eru nefnilega allt of fáir á Alþingi, hv. þingmaður, sem vilja fjárfestingu og þeir sýna það í verki með því að koma í veg fyrir fjárfestingu.