140. löggjafarþing — 18. fundur,  8. nóv. 2011.

aðgerðir til að endurreisa íslenskt efnahagslíf.

142. mál
[18:22]
Horfa

efnahags- og viðskiptaráðherra (Árni Páll Árnason) (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Landsbankinn tók ákvarðanir um þær lausnir sem hann bauð í skuldaúrvinnslu að eigin frumkvæði og án þess að það væri sérstaklega rætt við stjórnvöld.

Það er ekki alveg rétt farið með tilvitnun í mig því að það sem ég sagði um þetta var að ef það yrðu sammæli um þetta á markaði þyrfti auðvitað Íbúðalánasjóður að svara því líka. Það hefur hins vegar ekki orðið sammæli um þetta á markaði. Landsbankinn hefur einn boðið þessar lausnir. (Gripið fram í.)

Það er síðan tilefni athugasemda af hálfu annarra samkeppnisaðila til opinberra eftirlitsaðila um með hvaða hætti Landsbankinn tók þessa ákvörðun og svigrúm hans til slíkra ákvarðana. Það er alveg ljóst að það hefur ekki orðið sammæli um þessa úrlausn á markaði. En ég ítreka það sem ég hef áður sagt að Íbúðalánasjóður hlýtur (Forseti hringir.) að mæta því sem sammæli er um að vinna eftir á almennum markaði.