140. löggjafarþing — 18. fundur,  8. nóv. 2011.

aðgerðir til að endurreisa íslenskt efnahagslíf.

142. mál
[18:28]
Horfa

Tryggvi Þór Herbertsson (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Hæstv. ráðherra talaði um heimsleikana í hagfræði sem voru haldnir í Hörpu á dögunum og í tilefni af því datt mér í hug ljóðlínan „að verma sitt hræ við annarra eld“.

Þannig er mál með vexti að þeir hagfræðingar sem töluðu þar töluðu einkum um tvennt: Í fyrsta lagi hafði skuldum bankakerfisins ekki verið velt yfir á almenning. Í öðru lagi hafði planið sem var sett upp í samstarfi við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn í sambandi við ríkisfjármál gengið mjög vel upp. Í hvorugu þessara atriða átti ríkisstjórnin þátt.

Jafnframt voru settar skorður við AGS-planið þannig að það voru endurskoðanir og núverandi ríkisstjórn fékk (Forseti hringir.) verðlaun sem voru lán frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum … (Forseti hringir.) ef þeir fylgdu planinu sem … (Forseti hringir.) settu saman.

(Forseti (ÞBack): Forseti biður hv. þingmenn um að virða ræðutímann.)