140. löggjafarþing — 20. fundur,  10. nóv. 2011.

innleiðing á stefnu NATO.

[10:49]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (Hr):

Forseti. Það dugar mér ekki að hæstv. utanríkisráðherra haldi bara eitthvað. Það væri mjög gott að fá staðfestingu á því nákvæmlega hvað er í þessari nýju pólisíu. Mig langar að hvetja hæstv. ráðherra til að lesa skýrslu sem kom frá núverandi formanni nefndar þeirrar sem ég sit í á NATO-þinginu, Lord Joplin. Það er alveg sjálfsagt að senda þér þessa skýrslu. En mér þykir svolítið skringilegt og mig langar að vita nákvæmlega hvaða viðhorf það voru sem ráðherrann nefnir sem tekið hafi verið tillit til. Mig langar jafnframt að vita hvernig þessu er háttað í öðrum NATO-ríkjum. Hefur hæstv. ráðherra einhverjar upplýsingar um hvort þingið sé eingöngu áheyrnarfulltrúar eða hvort það sé raunverulegt samráð?