140. löggjafarþing — 20. fundur,  10. nóv. 2011.

aðför.

252. mál
[18:13]
Horfa

Lilja Rafney Magnúsdóttir (Vg) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir svarið. Ég vil fara aðeins lengra með þetta og spyrja hvort hv. þingmaður geri sér grein fyrir fjölda slíkra mála sem hægt væri að ljúka með þessum hætti. Er eitthvað hægt að segja til um hve mörg mál af þessu tagi koma upp á ársgrundvelli sem þessar breytingar snerta?

Ég veit vel að það er erfitt að meta þetta en það sem ég spyr um er hversu mikilvægt þetta mál er í raun. Ég lýsi undrun minni á því að frumvarp til laga um breytingu á lögum um aðför hafi ekki komið fyrr fram. Það hefði átt að gera það fyrir löngu. En það er mjög gott að málið komi fram nú frá þingmanni sem þekkir það vel.