140. löggjafarþing — 20. fundur,  10. nóv. 2011.

aðför.

252. mál
[18:14]
Horfa

Flm. (Arndís Soffía Sigurðardóttir) (Vg) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég er hrædd um að það yrði algjör ágiskun af minni hálfu ef ég mundi slá tölu á hversu mörg mál það eru. Ég treysti mér hreinlega ekki til þess að slá tölu á það en það er talsverður fjöldi mála, það er alveg klárt mál, hjá sýslumannsembættum hringinn í kringum landið.

Ég get ekki slegið tölu á það hversu mikill fjöldi mála það er en það er talsverður fjöldi. Það hefur líka vakið undrun mína að ekki skuli neinn hafa vakið máls á þessu fyrr en nú, en ég tel að þetta sé mjög brýnt mál. Þetta er ekki bara mál sem varðar krónur og aura og vinnusparnað hjá ríki og gerðarbeiðendum, þetta er líka spurning um að við gerum innheimtukerfið aðeins mannseskjulegra og að við köllum ekki skuldara inn til sýslumanna ítrekað og að óþörfu til þess eins að þeir lýsi yfir eignaleysi sínu.