140. löggjafarþing — 21. fundur,  14. nóv. 2011.

fjáraukalög 2011.

97. mál
[15:48]
Horfa

Árni Johnsen (S):

Virðulegi forseti. Hæstv. fjármálaráðherra sagði að þetta mál væri flókið. Það er rétt. Ég tek undir sumar útskýringar hans, þarna er fyrsta skiptið sem hæstv. ríkisstjórn sýnir viðleitni til að sýna lit af sanngirni en ekki einelti í garð Suðurnesjamanna um árabil. Ef alvörusanngirni væri gætt ætti þetta kaupverð á Junkaragerði og Kalmanstjörn miðað við mismunun og annað í skattheimtu ríkisins í orkugeiranum að vera að minnsta kosti þrisvar sinnum hærra en það er, þ.e. um 4 milljarðar kr. Niðurstaðan í þessu er að nokkru leyti nauðungarsamningar sem eru mjög flóknir.

Ég segi já við þessari afgreiðslu.