140. löggjafarþing — 21. fundur,  14. nóv. 2011.

fjáraukalög 2011.

97. mál
[15:53]
Horfa

Höskuldur Þórhallsson (F):

Virðulegi forseti. Ef það er eitthvað sem þessari ríkisstjórn hefur ekki tekist er það það að koma hagvextinum af stað. Það eru líkur á því að hann rétt hlunkist upp í 1,5% þótt ríkisstjórnin sjálf setti sér það markmið að á þessu ári yrði hann um 4,4%.

Við erum að greiða atkvæði um lið sem snýr að því að framkvæmdir við Vaðlaheiðargöng fari af stað. Það er fullyrt að gögn séu ekki fyrir hendi og að ríkissjóður komi til með að borga brúsann. Hvorugt er rétt. Öll gögn liggja fyrir. Það liggur fyrir hvernig göngin verða fjármögnuð. Íbúar á svæðinu munu borga fyrir göngin þegar fram líða stundir. Það er algjör útgangspunktur. Þetta er það eina jákvæða sem hefur gerst hjá þessari ríkisstjórn og við framsóknarmenn styðjum það (Forseti hringir.) svo sannarlega.