140. löggjafarþing — 21. fundur,  14. nóv. 2011.

fjáraukalög 2011.

97. mál
[15:57]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S):

Frú forseti. Ævintýrið um Vaðlaheiðargöngin er þannig að ég hef enga trú á því. Þar er gert ráð fyrir því að 90% af ferðalöngum velji að keyra í gegnum dimm göng á björtum sumardegi [Hlátur og kliður í þingsal.] í staðinn fyrir að keyra örlítið lengra. (Gripið fram í: … vasaljós.) Ég hef enga trú á því að menn muni velja þann kost. (Gripið fram í: Jú, jú.) Það er mjög margt í þessu Vaðlaheiðargangadæmi sem ég hef enga trú á og þess vegna greiði ég atkvæði gegn því. Mér finnst komið nóg af því að ríkissjóður fari í alls konar ævintýri sem koma svo í bakið á honum seinna eins og við ræðum hér á eftir.