140. löggjafarþing — 21. fundur,  14. nóv. 2011.

fjáraukalög 2011.

97. mál
[16:03]
Horfa

Tryggvi Þór Herbertsson (S):

Virðulegi forseti. Í þessari grein kemur fram að veita eigi heimildir til þess að breyta víkjandi láni til Byrs hf. í lausafjárfyrirgreiðslu. Þetta hefur verið gert nokkrum sinnum frá hruni að ríkissjóður hefur verið með beina lausafjárfyrirgreiðslu við banka og varð t.d. mikil umræða um það hér í september. Ég tel að við séum hér á afar rangri leið að nota ríkissjóð í lausafjárfyrirgreiðslu. Það er hlutverk Seðlabanka Íslands og ef Seðlabankinn getur ekki séð um þessa lausafjárfyrirgreiðslu er augljóst að það er eitthvað að málinu. Jafnframt kemur ekki fram hvort einhverjar tryggingar liggi fyrir í þessu máli, hvort lausafjárfyrirgreiðslan sé veitt gegn tryggingum. Ég hefði skorað á (Forseti hringir.) tillöguflytjendur að (Forseti hringir.) draga málið til 3. umr. og þetta yrði skoðað í efnahags- og viðskiptanefnd í millitíðinni. Eins og þetta stendur hérna (Forseti hringir.) er þetta langt frá því að vera …