140. löggjafarþing — 21. fundur,  14. nóv. 2011.

fjáraukalög 2011.

97. mál
[16:15]
Horfa

Kristján Þór Júlíusson (S):

Forseti. Rétt aðeins til viðbótar því sem sagt hefur verið um þennan lið, það snýr að kaupum ríkisins á jarðhitaréttindum á landi Kalmanstjarnar og Junkaragerðis á Reykjanesi af Reykjanesbæ. Ég vek athygli á verklagi okkar á hinu háa Alþingi við afgreiðslu þessara mála. Ég held að við þurfum að skoða það í tengslum við endurskoðun fjárreiðulaga með hvaða hætti atkvæðagreiðslum er háttað hér því að fyrir liggur að búið er að samþykkja heimildina upp á 1.230 millj. kr. þegar kemur að afgreiðslu heimildargreinarinnar sjálfrar sem hljóðar þannig að fjármálaráðherra sé heimilt að kaupa land o.s.frv. Það er lokaathugasemd mín varðandi þetta mál sem lýtur að hinum formlega hætti.