140. löggjafarþing — 21. fundur,  14. nóv. 2011.

afgreiðsla fjáraukalaga.

[16:28]
Horfa

Vigdís Hauksdóttir (F):

Virðulegi forseti. Ég kem hér upp til að taka undir orð síðasta ræðumanns um að skotið verði á þingflokksformannafundi og ný dagsetning ákveðin fyrir atkvæðagreiðslu eftir 3. umr. um fjáraukalög ársins 2011.

Að auki fer ég fram á það við forseta Alþingis og forsætisnefnd að haft verði samband við ríkisendurskoðanda og hann gefi þinginu svar um hvenær sú skýrsla sé væntanleg sem vísað var til í heimsókn stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar til embættisins. Hún fjallar um fyrirspurnir frá hv. þm. Pétri H. Blöndal varðandi valdheimildir hæstv. fjármálaráðherra til útdeilingar ríkisábyrgða. Það mál má ekki taka af dagskrá fyrr en sú skýrsla liggur fyrir því að ríkisendurskoðandi og starfsmenn hans gáfu það beinlínis í skyn að í skýrslunni væri ákvæði um valdþurrð hæstv. fjármálaráðherra. Ef ekki verður hlustað á það skapar hæstv. fjármálaráðherra (Forseti hringir.) sér skaðabótaskyldu og það er þá mál sem fer fyrir landsdóm.