140. löggjafarþing — 21. fundur,  14. nóv. 2011.

afgreiðsla fjáraukalaga.

[16:35]
Horfa

Eygló Harðardóttir (F):

Virðulegi forseti. Það liggur nú fyrir að beiðni hefur komið fram frá fulltrúum þriggja þingflokka, þ.e. frá hv. þm. Ragnheiði Elínu Árnadóttur, hv. þm. Vigdísi Hauksdóttur og hv. þm. Þór Saari. Mér fyndist vera mjög óeðlilegt ef forseti mundi ekki taka tillit til þeirra ábendinga sem hafa komið fram frá fulltrúum þeirra þingflokka og þá beiðni sem hv. þm. Ragnheiður Elín Árnadóttir kom fram með og ég tek undir. Þó að hv. þm. Björn Valur Gíslason hafi ekki tekið eftir athugasemdum eða einhverjum meinbugum á þessum fjáraukalögum þá held ég að við flestöll hin höfum tekið eftir þeim.

Ég held að mjög mikilvægt sé að þingmenn geri sér grein fyrir t.d. hvaða ábyrgðir liggja á bak við það sem verið er að samþykkja (Forseti hringir.) og menn viti alla vega hvaða Harpa það er sem við ætlum að veita smálán.