140. löggjafarþing — 22. fundur,  14. nóv. 2011.

opinber þjónusta í Þingeyjarsýslum.

148. mál
[16:54]
Horfa

Tryggvi Þór Herbertsson (S):

Virðulegi forseti. Með viljayfirlýsingunni sem undirrituð var fyrir nokkru eru gefin fyrirheit um að staðinn verði vörður um opinbera þjónustu. Þetta er gert vegna atvinnuástands í Þingeyjarsýslum og þeirrar fólksfækkunar sem þar hefur átt sér stað — en jafnframt eru þar mjög miklar auðlindar sem ætlunin er að nýta til stóriðjuuppbyggingar.

Ef við tökum til dæmis Heilsugæsluna á Húsavík er ljóst að ef byggja á upp á staðnum þarf að vera þar heilbrigðisþjónusta sem hentar. Með þeim niðurskurði sem orðið hefur og þeim niðurskurði sem er fyrirhugaður er ljóst að ekki er hægt að standa við þetta fyrirheit. Ég get því ekki séð annað en að verið sé að svíkja það sem var lofað. (Forseti hringir.)