140. löggjafarþing — 22. fundur,  14. nóv. 2011.

Bjargráðasjóður.

211. mál
[18:34]
Horfa

Eygló Harðardóttir (F):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þm. Sigurði Inga Jóhannssyni kærlega fyrir þessa fyrirspurn og ráðherranum fyrir svör hans eins langt og þau náðu. Það hefði verið hjálplegra, ég vonast til að ráðherrann muni nýta tíma sinn á eftir, að ræða þessi svokölluðu smávægilegu eða litlu umkvörtunarefni sem hafa borist til Bjargráðasjóðs. Ég held að reikna megi með því að þegar spurt verði um hvaða úrræði séu tiltæk til lausnar á þeim verkefnum sem Bjargráðasjóður getur ekki leyst á gosslóðunum undir Eyjafjöllum, í Mýrdal og Skaftárhreppi, þá sé einmitt verið að kalla eftir þeim umkvörtunarefnum sem hafa komið til Bjargráðasjóðs vegna þess að þeir hafa ekki getað komið til móts við þau vandamál. Það hefur verið nefnt sem dæmi skemmdir á ýmsum vélum vegna ösku, nefndar hafa verið skemmdir á vatnslögnum og líka hreinsibúnaði á vegum sveitarfélaganna. Ég held að mjög brýnt sé að fá að heyra frá ráðherranum um úrræði sem væru hugsanlega tiltæk til að leysa úr slíkum vanda.