140. löggjafarþing — 23. fundur,  15. nóv. 2011.

Málefni innflytjenda.

[14:35]
Horfa

Amal Tamimi (Sf):

Hæstv. forseti. Ég þakka hæstv. innanríkisráðherra fyrir svarið. Ég veit að málið er í vinnslu, en eins og hæstv. innanríkisráðherra sagði að frá áramótum og þar til nú er sá sem kemur að túlka ekki sérfræðingur frá túlkaþjónustu, við getum ekki treyst að sú manneskja sé hlutlaus eða gefi allar upplýsingar og segi rétt frá. Það er það sem við þurfum. Við erum að biðja um að sýslumaður panti sérfræðing til að tryggja að upplýsingar komi til aðila.

Um tungumál og móðurmálskennslu — ég hafði alls ekki nógan tíma til að tala um hvað það er mikilvægt. En ef við tölum bara um móðurmál fyrir börn af erlendum uppruna vitum við að það er erfitt að læra tungumál eða íslensku og við vitum að það er ekki mikið í boði í íslenskukennslu, sérstaklega fyrir mæður. Samband milli barns og foreldra af erlendum uppruna slitnar ef þau hafa ekki tungumál til að tala saman á. Á móðurmáli er bara hægt að sjá um að barnið fari að læra og þvoi andlitið en það er ekkert samband. Það er þetta sem við erum að segja. Við vitum að það er auðvelt að kenna börnum tungumál, en við verðum að kenna þeim móðurmál sitt svo að þau geti haft félagslegt samband við foreldra sína.