140. löggjafarþing — 23. fundur,  15. nóv. 2011.

fullgilding Árósasamningsins.

221. mál
[15:13]
Horfa

Frsm. um.- og samgn. (Ólína Þorvarðardóttir) (Sf):

Frú forseti. Ég mæli fyrir frumvarpi til laga um breytingu á lögum um breytingu á ýmsum lögum vegna fullgildingar Árósasamningsins, fyrir hönd umhverfis- og samgöngunefndar sem stendur að frumvarpinu.

Frumvarpið hljóðar einfaldlega svo, mjög stutt og laggott, með leyfi forseta:

„Í stað orðsins „iðnaðarráðherra“ í a-lið 3. gr. og a-lið 10. gr. laganna kemur: ráðherra.“

Þetta er breyting við lög nr. 131/2011. Þetta er samræmingaratriði vegna breytingar ýmissa laga, ekki síst laga nr. 126/2011, vegna heildarendurskoðunar á lögum um Stjórnarráð Íslands þar sem gerðar voru breytingar á heiti ráðherra. Þetta á sem sagt við um a-lið 3. gr. þar sem orðinu „iðnaðarráðherra“ er breytt í „Orkustofnun“ í nokkrum greinum laga nr. 57/1998, og a-lið 10. gr. þar sem sama breyting er gerð á 2. og 3. gr. laga nr. 73/1990. Í þessum lögum kemur orðið „iðnaðarráðherra“ nú hvergi fyrir vegna þess að því var breytt í „ráðherra“ með lögum nr. 126/2011. Sökum þessa er lagt til að í stað „iðnaðarráðherra“ í a-lið 3. gr. og a-lið 10. gr. laganna komi: ráðherra.

Að öðru leyti tel ég að greinargerðin, svo flókin og tölfræðileg sem hún er, skýri sig sjálf og ég vísa til hennar um nánari rökstuðning.