140. löggjafarþing — 23. fundur,  15. nóv. 2011.

skipulagslög.

105. mál
[15:49]
Horfa

umhverfisráðherra (Svandís Svavarsdóttir) (Vg) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég tel að í grundvallaratriðum sé rétt að við leyfum reynslu að byggjast upp að því er varðar nýsett lög sem hafa verið í gildi í örfá missiri og fylgjumst mjög vel með því og vöktum það hvernig framkvæmd þeirra laga vindur fram og hvernig okkur lánast að takast á við nýtt lagaumhverfi. Ég er ekki sannfærð um að fjórar vikur séu einhver galdratala í þessum efnum en ég treysti því að hv. þm. Eygló Harðardóttir sé okkur hinum liðsmaður í því að fylgjast ítarlega og vel með því hvernig okkur lánast að fylgja eftir framkvæmd nýju laganna.