140. löggjafarþing — 23. fundur,  15. nóv. 2011.

Þjóðhagsstofa.

76. mál
[19:10]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Mig langaði til að koma aðeins inn á þetta af því að við erum að tala um sérfræðinga og stjórnmálamenn. Eins og ég sagði áðan tel ég mjög mikilsvert að þingmenn hlusti á sérfræðinga og stjórnmálamenn og taki mið af því sem þeir segja, en eins og kom fram á þessari ráðstefnu í Hörpu eru náttúrlega ekki allir sérfræðingar alltaf sammála. Við þurfum að vera mjög vakandi og meðvituð um það, stjórnmálamenn, að það er okkar að taka ákvarðanir og sérfræðingar geta ekki tekið ákvarðanir.

Mig langar að spyrja hvort við séum á mjög öndverðum meiði í því efni, ég og hv. þingmaður.