140. löggjafarþing — 24. fundur,  16. nóv. 2011.

3. umr. um fjáraukalög og salan á Byr.

[15:06]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S):

Frú forseti. Oft hefur maður á tilfinningunni að maður hafi séð eitthvað áður og þetta er nefnilega nákvæmlega það sama og í Icesave, í byrjun. (Gripið fram í: Rétt.) Það er verið að dylja eitthvað, það er verið að fela eitthvað og Alþingi, sem á að taka ákvörðun um málið, fær ekki að vita um hvað á að taka ákvörðun.

Fjármálaeftirlitið fær gögnin, það tekur ákvörðun. Samkeppniseftirlitið fær gögnin, það tekur ákvörðun. Alþingi fær ekki gögnin og það ætlar að taka ákvörðun. Ég er á móti þessu.