140. löggjafarþing — 24. fundur,  16. nóv. 2011.

samningar um sölu Byrs.

[16:10]
Horfa

Guðlaugur Þór Þórðarson (S):

Virðulegi forseti. Það fer skiljanlega svolítið um hv. þm. Álfheiði Ingadóttur þegar um þetta er rætt. Ég vil byrja á því, af því að ég má ekki tala efnislega um málið, að þakka hv. þingmanni fyrir að hafa farið efnislega í málið þannig að ég þarf ekki að gera það að öðru leyti en svo að gott væri að fá svar við þessum spurningum. Ég bað t.d. um ársreikninga og stofnefnahagsreikninga og ýmislegt annað sem á að vera hér eins og kaupverð og ábyrgð ríkisins o.s.frv.

Ég vek athygli ykkar á því, virðulegi forseti, að þetta er Alþingi Íslendinga. Við erum að tala um samninga sem snúast um tugi milljarða. Það er verið að dreifa þessu og menn eru hlaupandi á milli borða með samninga og síðan ætla menn bara að klára þetta eins og ekkert sé. Maður finnur að hv. stjórnarþingmönnum finnst það fullkomin truflun (Forseti hringir.) að einhver vilji fá upplýsingar áður en ákvörðun er tekin, virðulegi forseti, (Forseti hringir.) um tugi milljarða.

Ég hvet virðulegan forseta til að (Forseti hringir.) gera það sem er rétt.

(Forseti (ÁRJ): Tíminn er útrunninn.)