140. löggjafarþing — 24. fundur,  16. nóv. 2011.

samningar um sölu Byrs.

[16:11]
Horfa

Þuríður Backman (Vg):

Hæstv. forseti. Ég hvet til þess að dagskráin haldi áfram eins og upp var sett og við greiðum hér atkvæði um hvort við teljum að við þurfum á kvöldfundi að halda eða ekki. Ég tel að miðað við umræðuna þurfi þess.

Ég vil vísa til þeirrar vinnu sem var á fundi fjárlaganefndar í gær þar sem fulltrúar fjármálaráðuneytisins fóru yfir samninginn sem hér er nefndur og er hér sem trúnaðarmál. Fulltrúar frá fjármálaráðuneytinu fóru vel yfir samninginn efnislega og því til stuðnings létu þeir formann nefndarinnar fá samninginn þannig að það var alveg ljóst að öllum fulltrúum í fjárlaganefnd var heimilt að lesa hann. Að sjálfsögðu finnst mér (Forseti hringir.) rétt að vísa til þess að það á líka að ríkja trúnaður innan (Forseti hringir.) þingflokkanna við fulltrúa í fjárlaganefnd.