140. löggjafarþing — 24. fundur,  16. nóv. 2011.

samningar um sölu Byrs.

[16:18]
Horfa

Ragnheiður Ríkharðsdóttir (S):

Virðulegur forseti. Ég er einn þeirra þingmanna sem ekki hafa séð þá samninga sem kynntir hafa verið í fjárlaganefnd og í efnahags- og viðskiptanefnd. Ég er því gjörsamlega vanhæf til að taka afstöðu til þess máls, á sama hátt og ég var í gær, sem hér á meðal annars að ræða í dag og hugsanlega taka til afgreiðslu.

Mér finnst það ekki boðlegt að hluti þingmanna geti á efnislegan hátt tekið afstöðu til mála en annar hluti þingmanna ekki. Ég óska eftir því við hæstv. forseta að okkur hinum, þingmönnunum sem ekki sitjum í þessum nefndum, verði afhentur þessi samningur, gefið tækifæri til að skoða hann þannig að jafnræði ríki á milli þingmanna þegar þeir eiga að greiða atkvæði um fjáraukalög og einstaka greinar til handa fjármálaráðherra um að samþykkja (Forseti hringir.) greiðslur úr ríkissjóði.