140. löggjafarþing — 24. fundur,  16. nóv. 2011.

samningar um sölu Byrs.

[16:19]
Horfa

Mörður Árnason (Sf):

Forseti. Ég geri nú kannski ekki mikið með þessa pappíra sem hv. þingmenn vaða hér upp í stólinn til að ræða og sakna þess að hafa ekki lesið þá, og mundu hvort eð er ekki lesa þá.

Ég verð hins vegar (Gripið fram í.) að segja það, forseti, að mér er það jafnóskiljanlegt og hv. þm. Ólöfu Nordal, sem hér talaði ágætt mál áðan, hvernig stendur á þessum asa við 3. umr. fjáraukalaga. Þetta er mál sem vant er að vera seint á dagskrá á haustin á þinginu og nú hefur það semsé verið sett á dagskrá síðast í nóvember. Ég skil ekki og hef ekki enn fengið skýringu á því hvers vegna svo mikið liggur á. Er einhver dagsetning? Er dýnamítsprengja einhvers staðar sem þarf að fara í? Eru einhverjir glæpamenn sem þarf að loka inni? Af hverju er þessi asi? Hvers vegna má ekki bara hafa þetta í rólegheitum á degi íslenskrar tungu?

Við höfum, nokkrir þingmenn hér, verið uppteknir við atburði þess dags og hæstv. menntamálaráðherra er núna sennilega að opna mjög merkilegan norrænan orðabókarvef (Forseti hringir.) og er ekki hér til þess að tala. Þannig að ég verð bara að taka undir með þeim sem hafa komið og hvetja til þess að menn setjist niður í rólegheitum og athugi (Forseti hringir.) málið betur.