140. löggjafarþing — 24. fundur,  16. nóv. 2011.

lengd þingfundar.

[16:31]
Horfa

Ragnheiður E. Árnadóttir (S) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Við höfum í klukkustund óskað eftir því við hæstv. forseta að forseti geri hlé á umræðu um fjáraukalög eða fresti upphafi hennar vegna þess að gögn í málinu bárust þingmönnum seint og þingmenn hafa ekki haft tækifæri til að kynna sér þau. Þetta hefur komið fram. Við þessu hefur ekki verið orðið. Enn fremur höfum við óskað eftir að forseti gefi skýringar á því af hverju ekki er unnt að verða við þessu (Gripið fram í: Engin svör.) en við því hefur ekki verið orðið. Þess vegna mun þingflokkur Sjálfstæðisflokksins ekki taka þátt í þessari atkvæðagreiðslu um lengd þingfundar, þess vegna mun þingflokkur Sjálfstæðisflokksins ekki heldur taka þátt í umræðum eða afgreiðslu fjáraukalagafrumvarpsins. Ég lýsi allri ábyrgð á því frumvarpi og þeim tilvonandi lögum á hendur hæstv. ríkisstjórn.