140. löggjafarþing — 24. fundur,  16. nóv. 2011.

lengd þingfundar.

[16:35]
Horfa

Mörður Árnason (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Forseti. Ég vil gjarnan fá svör við því þótt seint sé hvers vegna þarf að afgreiða fjáraukalög og hafa 3. umr. núna. Þau svör gætu borist frá forsvarsmönnum málsins, hæstv. fjármálaráðherra sem hér er staddur eða forustumönnunum í þeirri nefnd sem um málið fjallar. Ég skil ekki þennan asa. Mér líkar ekki vel að dagskrá þingsins sé með þessum hætti á degi sem við erum öll að reyna að hafa svolítinn hátíðisdag í landinu.

Ég spyr: Hvaða viðburður er það, frestur eða lögregla eða hvað það er, sem veldur því að hér þarf að standa uppi með þessi fjáraukalög núna, á morgun væntanlega, frekar en í lok mánaðar eins og er fremur samkvæmt venju? Ég óska eftir að fá svör við því áður en þarf að greiða atkvæði á eftir.