140. löggjafarþing — 25. fundur,  17. nóv. 2011.

tilkynning um skrifleg svör.

[10:02]
Horfa

Forseti (Ásta R. Jóhannesdóttir):

Forseti vill tilkynna að borist hafa fjögur bréf frá innanríkisráðuneytinu um frestun á því að skrifleg svör berist.

1. Skriflegt svar við fyrirspurn á þskj. 162, um kostnað við utanlandsferðir frá Ásmundi Einari Daðasyni.

2. Skriflegt svar við fyrirspurn á þskj. 170, um póstverslun frá Merði Árnasyni.

3. Skriflegt svar við fyrirspurn á þskj. 181, um ráðningar starfsmanna frá Árna Þór Sigurðssyni.

4. Skriflegt svar við fyrirspurn á þskj. 188, um viðbúnað við hamförum í Kötlu frá Eygló Harðardóttur.

Gert er ráð fyrir að fyrirspurnunum verði svarað fyrir lok þessa mánaðar.