140. löggjafarþing — 25. fundur,  17. nóv. 2011.

Framkvæmdasjóður ferðamannastaða.

[10:31]
Horfa

Lilja Rafney Magnúsdóttir (Vg):

Virðulegi forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra fyrir svörin. Í framhaldi af því spyr ég hæstv. ráðherra um átakið Ísland allt árið. Í gangi hefur verið átakið Inspired by Iceland og hefur skilað góðum árangri. Nú hefur verið farið af stað með annað átak sem á að stuðla að heilsársferðamennsku. Það er alþekkt að ferðaþjónusta vítt og breitt um landið lokar hreinlega á haustin, einkum smærri ferðaþjónustuaðilar. Ég spyr hæstv. ráðherra hvort átakið nái til allra ferðaþjónustuaðila, ekki bara þeirra stærstu á höfuðborgarsvæðinu og Reykjavík og á stærstu stöðum á landinu. Hvernig verður það útfært til að ferðaþjónusta geti blómstrað vítt og breitt um landið allt árið?