140. löggjafarþing — 25. fundur,  17. nóv. 2011.

samningar um sölu sparisjóðanna.

[10:38]
Horfa

Guðlaugur Þór Þórðarson (S):

Virðulegi forseti. Það er nefnilega sjálfsagt að fara yfir fortíðina. Ég var í ríkisstjórn með hæstv. forsætisráðherra Jóhönnu Sigurðardóttur, ég var ekki í ríkisstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokksins svo því sé til haga haldið. Við skulum bera saman (Gripið fram í.) einkavæðinguna sem gerð var þá og upplýsingarnar sem þá lágu fyrir, og núna. Ég hvet menn til að bera upplýsingarnar saman. Ég hvet menn líka til að bera saman tíð ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokksins og Samfylkingarinnar og þessarar ríkisstjórnar. Fari menn núna á fme.is og skoði gögnin sem lágu til grundvallar þegar skipt var upp á milli gömlu og nýju bankanna annars vegar og hins vegar þegar menn settu fjármuni í bankana haustið 2008 sést þar stofnefnahagsreikningur, þar sjást allar forsendur.

Ég spyr hæstv. ráðherra sem núna þykist hafa lesið Icesave-samninginn áður en hún (Gripið fram í.) fór fram á það við þingið að það mundi samþykkja …

Virðulegi forseti. Af hverju stoppar virðulegi forseti (Forseti hringir.) ekki hv. þingmann þegar hann er að trufla fyrirspurnina? (Forseti hringir.) (Gripið fram í.)

Er hv. þingmaður svona … (Forseti hringir.)

(Forseti (ÁRJ): Ræðutími hv. þingmanns er liðinn.)

Virðulegi forseti.

(Forseti (ÁRJ): Forseti biður hv. þingmann …)

Hæstv. ráðherra verður að upplýsa hvort (Forseti hringir.) hún sé búin að lesa þessa samninga (Forseti hringir.) og hvort hún hafi lesið Icesave-samninginn áður en hún fór fram á það (Forseti hringir.) að hv. þingmenn (Forseti hringir.) samþykktu hann án þess að fá að sjá hann.